Lífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki eigendahópurinn á íslenskum hlutabréfmarkaði. Þeir eiga að minnsta kosti 30,3% hlut af heildarvirði markaðarins ef eignarhald þeirra er metið á grundvelli lista yfir stærstu eigendur. Þetta segir Greining Íslandsbanka.

Greining segir að erlendir aðilar séu næst stærsti  eigendahópurinn en þeir eiga um 18,4% af markaðnum. Þar gætir verulega áhrifa af eignarhaldi þessara aðila í Össuri (65%), Marel (15%) og Eimskipum (25%) en öll félögin eru hlutfallslega stór í heildarvirði markaðarins.

Ef hækkun markaðsvirðis einstakra eigenda hópa er skoðuð frá ársbyrjun þá hefur virði eignarhalds innlendra sjóða hækkað mestu en eign þeirra hefur aukist um 76,5% að markaðsvirði. Lífeyrissjóðirnir standa þeim næst með 43,7% aukningu.