Lífeyrissjóðirnir fjárfesta að stærstum hluta í bréfum ríkissjóðs og endurtaka þar með sömu mistök og þeir gerðu fyrir hrun. Mistökin þá fólust í því að þeir festu eignir sínar að stórum hluta í tengdri áhættu.

Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna er gagnrýnd í nýjasta fréttabréfi Vísbendingar.

Í fréttabréfinu segir m.a. að kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum skekki verðmætamat stjórnmálamanna því ríki og sveitarfélög geti fjármagnað hallarekstur sinn með ódýrum hætti.

Fjárhagur lífeyrissjóðanna var efni í nýútkominni skýrslu Fjármálaeftirlitsins. Í skýrslunni kemur fram að flestir lífeyrissjóðir geta ekki staðið undir þeim loforðum um lífeyri sem þeir hafa gefið. Sjóðunum vantar samtals um 670 millljarða króna upp á að eignir sjóðanna og framtíðariðgjöld standi undir loforðum