*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. nóvember 2013 14:59

Lífeyrissjóðirnir kaupa Bernhöftstorfuna

Minjavernd hefur samþykkt kauptilboð í fasteignir við Bernhöftstorfuna í Reykjavík.

Ritstjórn

Minjavernd hf. hefur samþykkt tilboð FÍ fasteignafélags slhf. í fasteignir sínar við Berhöftstorfuna í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Um er að ræða fasteignirnar Lækjargötu 3, Amtmannsstíg 1, og Bankastræti 2.

Tilboðið er samþykkt með fyrirvara um áreiðanleikakönnun FÍ og samþykki stjórna beggja félaganna.

Á vefsíðu FÍ fasteignafélags slhf kemur fram að félagið sé að mestu í eigu lífeyrissjóða og með fjárfestingarstefnu sem hefur að markmiði að fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði með trausta leigutaka.

Stikkorð: Bernhöftstorfan