Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir lífeyrissjóðina ekki geta neitað því að þeir hafi undirritað og fallist á að leitað yrði leita til þess að lífeyrissjóðir og bankar fjármögnuðu sértæka vaxtaniðurgreiðslu þá sem er liður í aðgerðum til aðstoðar skuldsettum heimilum.

„Það lá alltaf ljóst fyrir að ef ekki fyndust önnur úrræði ættu stjórnvöld ekki annan kost en að leggja það með einhverjum hætti á sem skatt,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið og leggur áherslu á að aðgerðin sé algjörlega tímabundin og eingöngu bundin við umrædda vaxtaniðurgreiðslu.

Landssamtök lífeyrissjóða, ásamt bæði ASÍ og SA, hafa mótmælt því að þeir hafi samþykkt 1,75 milljarða króna eignaskatt sem leggjast myndi á sjóðina. Steingrímur segir þá hins vegar hafa vel vitað af þessu verkefni og ríkið hafi nú þegar greitt fyrri þremur milljörðunum í það.