Þónokkrir starfsmenn lýstu kröfum í þrotabú Vopnabúrsins vegna vangoldinna launa. Enginn fékk greitt úr þrotabúinu sem er eignalaust eftir að Íslandsbanki tók lagerinn. Launakröfur, sem námu á fimmtu milljón króna, voru því greiddar að mestu eða öllu leyti úr Ábyrgðasjóði launa.

Skiptum á þrotabúi fyrirtækisins, sem var í eigu hönnuðarins Sruli Recht, er lokið og fékkst ekkert upp í 23,2 milljóna króna kröfur.

Það var Lífeyrissjóður verslunarmanna sem lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti fyrirtækisins. Ástæðan var vangreiddar lífeyrissjóðsgreiðslur upp á 2,2 milljónir króna sem dregnar höfðu verið af launum starfsmanna en ekki skilað sér til lífeyrissjóðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .