Byggingin á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn, sem hýsir stóverslunina Magasín, hefur verið seld.

Kaupendur eru ATP Fasteignir og PensionDanmark. Báðir aðilar, sem að kaupunum standa, segja að fjárfestingin muni koma lífeyrisþegum til góða. „Við erum ánægðir með fjárfestinguna sem er í samræmi við áherslur okkar á stórar eignir með langa leigusamningu og örugga afkomu, segir Michael Nielsen, forstjóri ATP Fasteigna, í fréttatilkynningu sem epn.dk birtir.

„Við þekkjum eiganda Magasin og Debenhams frá fyrri fjárfestingum okkar og sjáum fram á að eiga við þá góð samskipti,“ segir hann ennfremur.