Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) keypti 3% hlut í Högum af Eignabjargi, dótturfélagi Arion banka. Félagið seldi 13,3% hlut í Högum fyrir 2,8 milljarða króna í lokuðu útboði í gær.

Eins og greint var frá í dag hæsta gengi í útboðinu án skerðingar hafi numið 17,2 krónum á hlut. Lægsta gengið hafi verið 17,05 krónur á hlut. Tilboðum í eignahlutina á genginu 17,9 krónur á hlut voru skert um 50% en lægri tilboðum hafnað.

LSR átti fyrir 3,29% hlut í Högum en á nú eftir viðskiptin 6,17%

Gengi hlutabréfa Haga hefur hækkað um 2,63% í Kauphöllinni í dag og stendur það í 17,55 krónum á hlut.