Lífeyrissjóður verzlunarmanna tilkynnti í morgun að hann myndi lækka útlánsvexti og hækka lánshlutfall til fasteignakaupa.

Lánshlutfall mun eftir breytingar verða allt að 75% af verði íbúðar, en var áður 65%. Vextir á verðtryggðum lánum munu lækka um 0,1%, eða úr 3,7% í 3,6% en í janúar fyrr á árinu voru þeir einnig lækkaðir um 0,2%.

Lántökukostnaður mun einnig lækka úr 1% lánsfjárhæðar í 0,75%.