Í skýrslu SA um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins segir að Lífeyrissjóðirnir íhugi nú að veita lán í erlendri mynt

Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir alfarið lánað í íslenskar krónur, en í skýrslunni segir að það kunni að breytast á næstunni því vitað sé um áform lífeyrissjóða að bjóða upp á lán í erlendum gjaldmiðlum þegar á þessu ári.

Þá segir að ef þetta gangi eftir muni það leiða til aukins áhuga sjóðsfélaga á því að tengja hluta launa sinna við erlenda gjaldmiðla.