Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.739 milljarðar króna í lok apríl sl. og hafði hækkað um 30 milljarða króna í mánuðinum eða um 1,8%.

Verðbréfaeign með föstum tekjum jókst um 14,2 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka en verðbréfaeign með breytilegum tekjum um 22,5 milljarða króna í mánuðinum.

Í árslok 2007 námu útlán og verðbréfaeign sjóðanna rúmlega 1.647 milljörðum króna.

Á fyrsta ársfjórðungi urðu lækkanir á eign lífeyrissjóðanna samfara verulegri lækkun á innlendri hlutabréfaeign þeirra, en sú breyting virðist hafa snúist við til hins betra.