Virði skuldabréfa í eigu íslenskra lífeyrissjóða, útgefnum af íslenskum fyrirtækjum og bönkum, var 185,5 milljarðar króna í lok nóvember síðastliðins. Þetta kemur fram í nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands um eignarstöðu lífeyrissjóðanna. Virði slíkra bréfa í eigu sjóðanna hefur rýrnað um tæpa 152 milljarða króna frá því sem það var fyrir bankahrun.

Virði fyrirtækja- og bankabréfanna hefur þó hækkað um 16 milljarða króna frá haustinu 2009 þegar það stóð sem hæst. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að sú hækkun sé meðal annars rakin til nauðasamninga sem ýmsir skuldabréfaútgefendur hafa farið í gegnum. Alls óvíst er þó um hversu mikið mun endurheimtast vegna þeirra að lokum.