Árið 2008 verður án efa slakasta ár lífeyrissjóðanna frá því að skipulagðar mælingar hófust á heildarávöxtun kerfisins, en það var árið 1991.

Þetta staðfestir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í samtali við Viðskiptablaðið.

Lífeyrissjóðirnir hafa borið mikið tjón vegna hruns bankakerfisins, en hlutafjáreign lífeyrissjóðanna í viðskiptabönkunum þremur nam um 70 milljörðum króna þegar hún þurrkaðist út með bönkunum í byrjun október sl.

Á sama tíma nam skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna í bönkunum um 100 milljörðum króna, og þar af námu víkjandi lán um 13 milljörðum. Mikil óvissa ríkir um þessar mundir, og endanlegt tjón liggur því ekki fyrir. Ljóst er þó að hrein raunávöxtun lífeyriskerfisins í heild er mjög slök á nýliðnu ári.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í úttekt um afkomu lífeyrissjóða í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .