Erlendar þjóðir öfunda okkur Íslendinga af lífeyrissjóðakerfi okkar en nýlega var fjallað um það í virtu erlendu mánaðarriti. Til að ræða um kerfið, stöðu íslensku lífeyrissjóðanna á tímum breytilegra vaxta kemur Hrafn Magnússon, framkvæmvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu.

Er vaxtahækkun á næsta leiti? Svo segir greiningardeild Íslandsbanka en þeir spá vaxtahækkun í vikunni í Morgunkorni sínu. Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildarinnar útskýrir þessa skoðun greiningardeildarinnar í þættinum.

Í lok þáttarins verður síðan hringt í Höskuld Ásgeirsson framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en flugstöðin skilaði 180 milljóna kr. hagnaði á fyrri hluta ársins.