Ljóst er að niðurstaða í gjaldmiðlaskiptasamningu lífeyrissjóðanna getur haft áhrif á lífeyrisgreiðslur þeirra. Um hver áramót eru reiknaðar áfallnar skuldbindingar sjóðanna og framtíðarskuldbindingar þeirra. Nafnávöxtun sjóðsins má ekki vera neikvæð um meira en sem svarar 10% samkvæmt reglum sjóðanna áður en til skerðingar kemur.

Ljóst er að einhverjir lífeyrissjóðir verða að skerða réttindi.

Stjórn Gildis lífeyrissjóðs og ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins hafa ákveðið að leggja fyrir ársfund tillögu um 10% lækkun réttinda. Þá liggur í loftinu að Stafir lífeyrissjóður muni lækka réttindin, þó það sé ekki staðfest. Þá er ljóst að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Stapi lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda munu ekki lækka réttindin.