Fimm lífeyrissjóðir hafa formlega óskað eftir því að kaupa hlut í Kaupþingi.

Formlegt erindi hefur meðal annars borist Fjármálaeftirlitinu. Það fékkst staðfest hjá FME rétt í þessu.

Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sjóðirnir myndu óska eftir því að eignas 51% í Kaupþingi.

Hann sagði að í samtölum við ráðherra um helgina hefði því erindi verið tekið vel.

Ekki náðist í Þorgeir við vinnslu þessarar fréttar en hann og forsvarsmenn hinna lífeyrissjóðanna hafa fundað mikið í dag.

Auk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er þarna um að ræða Gildi-lífeyrissjóð, LSR Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Stafi lífeyrissjóð.