Hrein eign lífeyrissjóðanna nam tæpum 1.345 milljörðum króna í lok apríl og jókst hún um rúma 25 milljarða króna í mánuðinum, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem vitnar í efnahagsyfirlit lífeyrissjóða sem Seðlabankinn birti í vikunni en yfir árið í heild hefur hrein sjóðanna vaxið um 137 milljarða króna, sem er um 11,4%.

"Mest var hækkunin á erlendum eignum sjóðanna en eign þeirra í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum jókst um rúmlega 9%. Skýrist það að miklu leyti af gengisþróun íslensku krónunnar en hækkaði eign sjóðanna í erlendri mynt um ríflega 8% vegna þessa, að því gefnu að eignastaðan hafi ekki verið varin fyrir gengisbreytingum," segir greiningardeildin.

Þó virðist hafa dregið úr erlendum fjárfestingum sjóðanna. ?Við teljum að það sé einungis til skamms tíma og að sjóðirnir muni áfram leitast við að auka eign sína í erlendum verðbréfum," segir greiningardeildin.

Hún bendir á að staða sjóðanna í innlendum hlutabréfum lækkaði aftur á móti um rúm 4% í apríl. ?Það kemur ekki á óvart í ljósi þess hvað hefur verið að gerast á innlendum hlutabréfamarkaði en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar og vísitala Aðallista lækkuðu um 4,8% í mánuðinum," segir greiningardeildin.