Fátt skiptir okkur Íslendinga meira máli í efnahagslegu tilliti en gott lífeyrissjóðskerfi enda má segja að það skipti höfuðmáli í fyrir efnahagslega velferð okkar flestra. Óhætt er að segja að flestir séu sammála um að við séum þokkalega á vegi staddir þar og jafnvel betur en flestar aðrar þjóðir. Margs er þó að gæta til að tryggja stöðugleika og styrk kerfisins og til að ræða þetta í sinni víðustu mynd kemur Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða í Viðskiptaþáttinn í dag.

Í seinni hluta þáttarins ætlum við að taka fyrir annað brýnt mál en það er staða menntunar á íslenskum vinnumarkaði. Í þáttinn kemur Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, en samtökin voru nýlega með ársfund sinn þar sem línur voru lagðar um stefnu framtíðarinnar.

Þátturinn stendur á milli 16 og 17 á hverjum virkum degi er endurfluttur kl. eitt í nóttinni.