Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag verður rætt við Friðbert Traustason, formann stjórnar Landssambands lífeyrissjóða. Umræðuefnið er staða lífeyrissjóðanna í landinu en þó ekki síður hvernig þeir muni standa undir réttindaskuldbindingum sínum í framtíðinni. Að því loknu verður rætt við Atla B. Guðmundsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, en hann hefur fylgst náið með þróun Mosaic síðan félagið var skráð. Stjórnendur félagsins voru með kynningarfund vegna 3 mánaða uppgjörs félagsins í morgun og við spurjum Atla út í það.

Í lok þáttarins verður rætt við Sigurð Tómas Björgvinsson. Hann er ætaður frá Siglufirði en það aftrar honum ekki í því að opna skrifstofuhótel á Suðurlandi. Fyrr á árinu opnaði hann slíkt hótel á Selfossi og á morgun hyggst hann opna annað í Hveragerði. Fleiri slík eru á leiðinni.