Í frumvarpi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, er meðal annars lagt til að lífeyrissjóðum verði heimilt að taka þátt í skipulegum lánamarkaði með verðbréf.

Í því felst að lífeyrissjóður geti yfirfært verðbréf tímabundið til annars aðila, þ.e. lántaka, fyrir þóknun á grundvelli samnings þar um.

„Er lántaki skuldbundinn til að skila bréfunum til baka annaðhvort að kröfu lífeyrissjóðs eða að tilteknum tíma liðnum. Rétt þykir að lánveitingar af þessu tagi nemi ekki hærri fjárhæð en sem nemur 25% af hreinni eign lífeyrissjóðs,“ segir meðal annars í skýringum frumvarpsins.