Svissneski lífeyrissjóðurinn Profond hefur bæst í hóp fjölmörgra hluthafa svissneska bankans UBS sem mótmæla ráðningu Peter Kurer, yfirmanni lögfræðisviðs bankans, sem næsta stjórnarformanni UBS.

Hafa hluthafarnir krafist þess að stjórn bankans leiti að hæfum einstaklingi í starfið.

Kurer var útnefndur í embættið í síðasta mánuði eftir að þáverandi stjórnarformaður bankans, Marcel Ospel, sagði af sér vegna slæmrar afkomu UBS á síðasta ári.

Herbert Braendli, framkvæmdastjóri Profond lífeyrissjóðsins, segir að Kurer standi fyrir „meira af því sama, í neikvæðum skilningi, í stað endurbóta".