Ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2009 var 10,0% sem samsvarar 1,2% raunávöxtun. Er það talsvert undir tryggingafræðilegum viðmiðunum um raunávöxtun samkvæmt ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2009 sem lög var fram fyrir helgi.

Ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 9,9% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 0,3% og síðustu tíu ára 2,2%. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu tuttugu árin er 4,8%.

Langtíma raunávöxtun sjóðsins fyrir fjármálakreppuna, þ.e. á árunum 1990 til og með 2007 var að meðaltali 6,8% á ári. Fjármálakreppan hafði  í för með sér að meðalraunávöxtun á árunum 1990 til og með 2009 varð að meðaltali 4,8% á ári. Tuttugu ára meðalraunávöxtun sjóðsins er því aðeins yfir þeirri 3,5% raunávöxtun sem miðað er við í tryggingafræðilegum uppgjörum lífeyrissjóða að því er fram kemur í ársskýrslunni.