Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðina samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að  lækka áunnin réttindi um 12%.

Þetta kemur fram á vef Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) en þar segir einnig að samt sem áður hafi áunnin réttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestfirðinga verið hækkuð um 22,4% umfram hækkun vísitölu neysluverðs frá árinu 2002.

„Allur lífeyrir fylgir hækkun á vísitölu neysluverðs og hefur því hækkað um 18,8% frá 1. janúar 2008, sem er mun meira en laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um á sama tíma,“ segir á vef LL.

Sjá nánar á vef LL.