Skuldastaða ríkissjóðs vegna hreinna lífeyrisskuldbindinga hækkaði úr 230 milljörðum króna í ársbyrjun 2008 í 343 milljarða í árslok. Það er hækkun um 112 milljarða króna yfir árið.

Alls hækkuðu skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyrisgreiðslna um 125 milljarða króna en til lækkunar greiddi ríkissjóður 13 milljarða á árinu til lífeyrissjóðanna.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta stóra gjaldfærslu vegna taps. Það sé að sjálfsögðu slæmt.

„Það verður að horfast í augu við það að þarna er stór reikningur eins og víðar. Stór reikningur sem er bein afleiðing bankahrunsins.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .