Starfsmenn Kaupþings í Svíþjóð hafa keypt lífeyrissvið bankans, Kaupthing Pension Consulting en tilkynnt var um kaupin í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá bankanum fer Dick Simonsson, framkvæmdastjóri sviðsins fyrir kaupum starfsmannanna.

Þá kemur fram að Kaupþing hafi ætla að selja lífeyrissvið bankans og þessi sala því í samræmi við fyrri áætlanir.

„Salan er í samræmi við kröfur viðskiptavina um sjálfstætt lífeyrissvið,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Nafni félagins verður breytt en það mun engu að síður eiga í samstarfi við Kaupþing í Svíþjóð.

Kaupverðið er ekki gefið upp.