Yfirskattanefnd hefur staðfest endurákvörðun ríkisskattstjóra um að einstaklings sem hafði tekjur af auglýsingum á Youtube rás sinni bæri að greiða af þeim tekjuskatt hér á landi. Skattstofn viðkomandi var hækkaður um tæpar fjórar milljónir króna að viðbættu 25% álagi.

Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að kærandi sé búsettur hér á landi hafi fengið greitt mánaðarlega inn á reikning sinn hér á landi vegna birtinga auglýsinga á Youtube rás sinni. Þær tekjur hafi hann hins vegar ekki gefið upp til skatts vegna gjaldársins 2020 í samræmi við tvísköttunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna.

Í kæru mannsins segir að tekjurnar hafi verið skattfrjálsar í Bandaríkjunum, til og með maí 2021 og því væri skattyfirvöldum ekki heimilt að skattleggja slíkar tekjur hér á landi. Auk þess væri kærandi ellilífeyrisþegi og geti ekki greitt fyrir annað en mat og húsaleigu. 

Þeim málatilbúnaði var hafnað af yfirskattanefnd og ákvörðun ríkisskattstjóra látin standa.