„Við viljum einbeita okkur að þeim dögum sem fólk vill fara út að borða og stemningin er góð,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson hjá veitingastaðnum Cava. Staðurinn opnaði í kjallara hússins við Laugaveg 28 um síðustu helgi með óformlegum hætti og var þangað boðið vinum og vandamönnum.

Opnað verður fyrir gesti af götunni nú um helgina en staðurinn verður aðeins opinn þrjá daga í viku hverri, þ.e. frá fimmtudegi til sunnudags. Þorsteinn segir Cava blöndu af veitingastað og partístað. Eldhúsið er opið lengur en gengur og gerist eða til klukkan eitt eftir miðnætti.

Ítarlega frétt um Cava má lesa í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .