Skipulags- og bygginganefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt byggingaleyfi fyrir fóðurblöndunarstöð sem Lífland hyggst byggja við Grundartangahöfn.

Ekki er ljóst hvenær byggingaframkvæmdir hefjast, en til stendur að fóðri verði dælt beint í fóðurverksmiðjuna frá Grundartangahöfn.

Lífland er sem stendur með fóðurverksmiðju við Sundahöfn í Reykjavík en getur ekki verið þar til framtíðar, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Á sama fundi og byggingaleyfi Líflands var samþykkt á var samþykkt að heimila Stálsmiðjunni í Reykjavík að byggja tæplega 1.200 fermetra verkstæðishús við Grundartangahöfn.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.