Bílasala í janúar síðastliðnum var 43,8% meiri en í janúar á síðasta ári. „Það hefur verið jafn stígandi í þessu,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hann segir breytinguna þó enn ekki duga til að vega á móti niðursveiflu síðustu ára.

Á árinu 2012 jókst bílasala samkvæmt þessum mælingum um 56,8% miðað við árið 2011 en á sama tíma var töluverður samdráttur í sölutölum í Evrópu.

„Á árinu 2012 voru skráðir um 7.900 fólksbílar hér á landi,“ segir Özur. „Við höfum tekið þessar tölur saman síðan árið 1972 og fylgst með aldursþróun bílaflotans. Til að viðhalda meðalaldri bílaflotans þarf um 14.000 nýja bíla á hverju ári. Svo að við eigum enn langt í land.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.