Nokkuð lífleg viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í nýliðinni viku og nam veltan á markaðnum um 56,5 milljöðrum króna, segir greiningardeild Glitnis. Meðaldagsveltan var um 11,3 milljarðar króna.

?Töluvert flökt var á kröfu verðtryggðra bréfa innan vikunnar og lækkaði HFF 14 til dæmis um 10 punkta milli daga í byrjun vikunnar. Niðurstaðan var þó sú að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hækkaði yfir vikuna.

Var hækkunin mest á styttri enda vaxtaferilsins eins og verið hefur undanfarnar vikur. Styttri flokkarnir HFF14 og HFF24 hækkuðu um 8-9 punkta en lengri flokkarnir um 1-5 punkta. Töluvert minni viðskipti voru með ríkisbréfaflokkana en íbúðabréf. RIKB 08 lækkaði um 8 punkta í vikunni. RIKB 10 hækkaði um 3 punkta og RIKB 13 um 7 punkta,? segir greiningardeildin.

Kauptækifæri í HFF14

?Athyglisvert er að skoða hve verðbilið á ávöxtunarkröfu flokkana hefur verið að aukast. Ekki hefur verið eins mikið bil milli stysta og lengsta flokks íbúðabréfa frá því að útgáfa þeirra hófst árið 2004.

Eins og staðan er í dag má ætla að kauptækifæri sé í flokki HFF14 þar sem hann sker sig sérstaklega úr og hefur ávöxtunarkrafa hans hækkað langt umfram aðra flokka. Krafa flokksins hefur sveiflast mikið undanfarnar vikur en líklegt er að hún hafi þegar náð hámarki sínu og lækki það sem eftir er fjórðungsins,? segir greiningardeildin.

Hún segir að búast megi við að flökt verði áfram á kröfunni. ?Að sama skapi væntum við þess að krafa annarra flokka íbúðabréfa lækki þó hún verði í minni mæli en á stysta endanaum,? segir greiningardeildin.