Nokkuð líf var í Kauphöll Nasdaq á Íslandi í dag. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 7,3 milljörðum króna og hækkaði úrvalsvísitalan OMXI10 um 0,56% í viðskiptum dagsins og stendur fyrir vikið í 2.656,83 stigum.

Gengi hlutabréfa olíufélagsins Skeljungs hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 7,57% í 3,3 milljarða króna viðskiptum. Næst mest hækkaði gengi sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seafood, eða um 2,63% í 625 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði Brim um 2,26% í 134 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi tryggingafélagsins TM á nýloknum viðskiptadegi, eða um 1,97% í 41 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Icelandair um 0,58% í 91 milljónar króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Skeljung, en heildarvelta viðskipta með bréf bankans nam 3,3 milljörðum, líkt og áður kom fram. Þá nam velta með bréf Marel 849,4 milljónum og velta með bréf Arion banka 625,8 milljónum.