Heildarvelta í Nasdaq Iceland nam 10,4 milljörðum króna í dag, í 167 viðskiptum. Þar af var mest velta með skuldabréf, eða 8,5 milljarðar króna. Velta með hlutabréf nam 1,9 milljörðum.

Mest hækkun var á bréfum Marel, um 3,02% í 42 viðskiptum. Heildarvelta með bréfin nam 975 milljónum og var það mesta dagsveltan með hlutabréf. Mest var lækkunin hinsvegar í HB Granda, en bréfin lækkuðu um 4,39% í 7 viðskiptum, sem námu 146 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,45% en frá áramótum hefur hún hækkað um 4,48%.

Engin viðskipti voru á First North markaðstorginu.