Aðalfundur Glitnis sem haldinn var í gær var með líflegra móti en slíkir fundir almennt. Nokkrar spurningar og athugasemdir komu frá almennum hluthöfum, en mesta athygli vakti að einn frambjóðandi til stjórnar og verðandi formaður hennar, Þorsteinn Már Baldvinsson, lagði fram breytingatillögu um lækkun þóknunar til stjórnarmanna og varastjórnarmanna. Fráfarandi stjórn lagði til við aðalfund óbreyttar þóknanir frá því sem verið hefur, 350.000 krónur á mánuði fyrir stjórnarmenn, 700.000 krónur fyrir varaformann og 1.050.000 fyrir stjórnarformann. Breytingartillaga Þorsteins Más hljóðað  upp á 250.000 krónur fyrir stjórnarmenn, 375.000 krónur fyrir varaformann og 550.000 krónur fyrir stjórnarformann, sem er nær helmings lækkun. Tillaga Þorsteins Más gerði ennfremur ráð fyrir að varamenn lækkuðu um 25% í 75.000 krónur fyrir setinn fund.

Nánari umfjöllun af aðalfundi Glitnis er að finna í Viðskiptablaðinu í dag.  Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .