Líflegur viðskiptadagur er að baki á Aðalmarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi en heildarvelta viðskipta dagsins nam 6,6 milljörðum króna. OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% í viðskiptum dagsins og stendur í kjölfarið í 2.870,97 stigum.

Langmest velta var með bréf Marels, en heildarvelta viðskipta með bréf félagsins nam 2,1 milljarði króna í viðskiptum dagsins. Gengi bréfanna lækkaði um 1,74%.

Gengi bréfa Eimskips hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,56% í 234 milljóna króna veltu. Næst á eftir kom Síldarvinnslan með 2,1% hækkun og stendur gengi félagsins í kjölfarið í 121,5 krónum.

Iceland Seafood og Kvika leiddu lækkanir. Gengi bréfa Iceland Seafood lækkaði um 2,58% í einungis 18 milljóna króna veltu. Þá lækkaði gengi Kviku um 2,24% í 841 milljón króna viðskiptum.