*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 25. nóvember 2004 12:35

Líflegur fundur um orkumál í morgun

Ritstjórn

Á fjölmennum morgunverðarfundi í morgun kynnti Verslunarráð skýrslu sína um markaðsvæðingu orkukerfisins sem starfshópur ráðsins hefur unnið að undirfarið misseri, undir forystu Páls Harðarsonar forstöðumanns hjá Kauphöll Íslands. Fundurinn hófst með kynningu Páls á skýrslunni, forsendum hennar og þeirri niðurstöðu sem hópurinn komst að. Páll benti á að núverandi eignatengsl væru ekki samkeppnishvetjandi.

"Þá kom fram hjá honum að niðurstaða orkuhóps Verslunarráðs væri sú að klárlega væri ekki lengur þörf á aðkomu hins opinbera og lagt er til í skýrslunni að orkufyrirtækin séu gerð að hlutafélögum með það að markmiði að einkavæða þau. Þangað til að það verður gert er hins vegar eðlilegast að hlutabréf ríkisins í Landsvirkjun séu ekki í höndum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem einnig fer með yfirumsjón málaflokksins. Verslunarráð hefur ávallt bent á að slíkt fyrirkomulag sé óeðlilegt og réttara væri að fjármálaráðherra fari með hluti ríkisins frekar en fagráðherrar. '
Páll áréttaði mikilvægi þess að grunnþjónusta eins og orkuveita sé í höndum einkaaðila frekar en opinberra aðila," segir í frétt á heimasíðu Verslunarráðs. Sjá nánari frásögn af fundinum á www.chamber.is.