Stjórnvöld hafa komið fasteignalánasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae til hjálpar. Þar með hafa þau tekið af öll tvímæli um ríkisábyrgð þeirra.

Það verður ekki sagt að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac séu óumdeildar. Um er að ræða meiriháttar aðgerð sem felur í sér að stjórnvöld fái heimild frá þinginu til ótakmarkaðra kaupa hlutabréfa sjóðanna, en þeir fá jafnframt aðgang að lánveitingum bandaríska seðlabankans auk þess sem fjármálaráðuneyti landsins fær heimild til þess að auka lánalínur til sjóðanna. Sem stendur er sú upphæð 2,25 milljarðar Bandaríkjadala á hvorn sjóð.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .