Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,66% við opnun markaðar og er gengisvísitalan 5.391,06 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja að þær hækkanir sem átt hafi sér stað á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum hafi jákvæð áhrif á íslenska hlutabréfamarkaðinn.

Landsbankinn hefur hækkað um 2,50%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,09%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,68%, Actavis Group hefur hækkað um 0,64% og Glitnir hefur lækkað um 0,59%.

Marel hefur lækkað um 1,46%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,58% og Bakkavör Group hefur lækkað um 0,23%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,32% og er gengisvísitalan 131,55 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.