Vegna ákvæða í lögum frá árinu 2013 um 3,5% íblöndun svonefnds endurnýjanlegs eldsneytis hafa söluaðilar eldneytis þurft að flytja inn lífolíur til íblöndunar, en lífolíurnar eru allt að 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía.

Gl úmur Björnsson, efnafræðingur hjá Fjölveri ehf., segir að gera megi ráð fyrir að innkaupskostnaður Íslendinga á eldsneyti árið 2014 hafi hækkað um nokkur sjö hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri vegna þessa. Skýri þetta að nokkru leyti af hverju Íslendingar hafi ekki notið til fulls lækkandi olíuverðs að undanförnu.

Um næstu áramót hækka kröfurnar um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í 5%. Glúmur segir að þá megi jafnvel gera ráð fyrir að söluaðilar eldsneytis neyðist til að blanda innfluttu etanóli í bensín sem lækkar orkuinnihald eldsneytisins þess, eykur eyðslu og fjölgar ferðum á bensínstöðvar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .