Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Ríkisútvarpið að lífskjör hafi ekki hafa batnað hér á landi í samræmi við aukna landsframleiðslu.

Hann telur ástæðuna bæði vera verri viðskiptakjör og að verið sé að greiða af erlendum lánum. Á næstu fimm árum þurfi landið að standa skil á 500 milljörðum í gjaldeyri en samkvæmt spá Seðlabankans verði viðskiptaafgangur mun minni.

Ástæðan sé bæði verri viðskiptakjör og að verið sé að greiða af erlendum lánum. Landið þurfi að standa skil á um fimm hundruð milljörðum í gjaldeyri á næstu fimm árum en samkvæmt spá Seðlabankans verður viðskiptaafgangur mun minni.

„Svo það þýðir að við þurfum annaðhvort að lengja í þessum lánum eða búa til miklu meiri afgang - minnka einkaneysluna innanlands til að eiga fyrir þessum skuldum,“ segir Gylfi í samtali við RÚV.

Gylfi segir að leiðin til að bæta lífskjör sé að afla meiri gjaldeyris. Aukin neysla dragi hins vegar úr honum. Vegna þessa telur hann nauðsynlegt að inni í nýjum lögum um skuldaniðurfellingar verðtryggðra lána, verði hvatar til sparnaðar.

"Ef það á að gefa fólki eftir skuldir þá má það ekki verða til þess að það auki neysluna samsvarandi þannig að menn taki þá ný lán af því að losna við þessi lán. Þá þarf að semja lögin til þess að búa til þessa hvata.“