*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 17. nóvember 2011 18:16

Lífskjörin enn að versna

Bjarni Benediktsson: Stjórnvöld standa í vegi fyrir aukinni verðmætasköpun.

Ritstjórn
Bjarni segir hagvöxt minni en forsendur séu fyrir.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lífskjör almennings fara enn versnandi þremur árum eftir hrun. Hagvöxtur er alltof lítill og miklu minni en forsendur eru fyrir. Ástæðan er sú að stjórnvöld standa í vegi fyrir aukinni verðmætasköpun. Þetta var meðal þess sem fram kom í setningarræðu Bjarni Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins.

Bjarni sagði uppskeruna af ráðleysi og rangri stefnu ríkisstjórnarinnar vera þá að heimilin hafi orðið fyrir hruni á hverju einasta ári frá því að hún tók við völdum í febrúar 2009. Staðan í efnahagsmálum sé grafalvarleg. Verðbólga fari vaxandi, gjaldþrotum fjölgi,skattbyrði aukist stöðugt, samkeppnishæfni þjóðarinnar hafi hrunið og ríkisfjármálin séu í algjörum ólestri.