Benchmark Holdings, breskt líftæknifyrirtæki, hyggst fara í hlutafjárútboð til að fjármagna verkefni með laxeldisfyrirtækinu AquaChile. Verkefnið er á sviði ræktunar hrogna og kynbóta í laxi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Að mati Benchmark mun þetta styrkja stöðu þeirra á markaði í Chile, sem er annar stærsti laxframleiðandi í heiminum. Fyrirtækið hefur hingað til ekki haft starfsemi þar en það hefur starfsemi í 27 löndum og er með um eitt þúsund starfsmenn í vinnu.

Stofnfiskur hf. er hluti af Benchmark Genetics sem er alþjóðlegt rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtæki á sviði fiskeldis sem er stærst á Íslandi í framleiðslu á laxahrognum og er einnig stórst á sviði kynbóta í fiskeldi.