Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið kynntar er gert ráð fyrir að líftími Endurreisnarsjóðs Íslands geti orðið 10 til 15 ár. Þannig verði miðað við að líftíminn verði 15 ár með möguleika á 5 ára framlengingu.

Eins og áður hefur komið fram hafa forráðamenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands undanfarið kynnt hugmyndir um Endurreisnarsjóð Íslands. Hefur málið meðal annars vera kynnt fyrir lífeyrissjóðunum.

Meðal þeirra atriða sem horft verður til er hvort það sé þjóðhagslega nauðsynlegt að bjarga fyrirtækinu. Meginmarkmið fjárfestingarstefnunnar er að hver fjárfesting verði orðin sjálfbær í lok líftíma sjóðanna.