Þrír bandarískir leyniþjónustumenn sem höfðu það hlutverk að vernda Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í heimsókn hans til Hollans, hafa verið sendir heim vegna agavandamála.

Bandaríska blaðið The Washington Post segir að einn þeirra hafi fundist ölvaður og drepist áfengisdauða í anddyri hótels í Amsterdam. Talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar vill ekki tjá sig um málið í smáatriðum en segir að staðfesti að mennirnir hefðu verið sendir í leyfi á meðan rannsókn stæði yfir.

Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur leyniþjónustuna. Í fyrra voru tveir leyniþjónustumenn teknir úr þjónustu bandaríkjaforseta vegna ásakana um kynferðisáreitni og önnur brot.

Árið 2012 var leyniþjónustumönnum vikið úr starfi vegna ásakana um að þeir hefðu ráðið vændiskonur í sína þjónustu í Cartagena í Kólumbíu.