Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX á Íslandi, ráðleggur Seðlabankanum að endurskoða áætlun um afnám gjaldeyrishafta og afnema þau hraðar en nú stendur til. Ástæðan er sú að fyrsta gjaldeyrisútboð bankans sýndi að eigendum aflandskróna virðist ekki liggja lífið á að losa krónustöður sínar. Páll segist í samtali við Fréttablaðið líta á þetta sem traustsyfirlýsingu á Íslandi.

Hann bendir á að þótt um 465 milljarðar aflandskróna séu útistandandi að mati Seðlabankans taki ekki nema rúmir 60 milljarðar þátt í útboðinu. Auk þess séu ekki nema 3% þátttakenda tilbúin til þess að greiða meira en 215 krónur/evru. Af þessu megi ráða að þrýstingurinn á krónuna sé ekki eins mikill og Seðlabankinn og stjórnvöld telji. Því beri að halda fleiri útboð sem fyrst og losa höftin eins fljótt og mögulegt er.