Breytingar á íslenska kvótakerfinu á sama tíma og landið er að rísa úr sjó eftir hrun bankanna jafnast á við efnahagslegt sjálfsmorð, að mati greinarhöfundar bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.

Fjallað var um vægi sjávarútvegsins hér á landi á ritstjórnarsíðu blaðsins í gær. Greinarhöfundur segir innleiðingu kvótakerfisins og heimild til sölu á kvótaheimildum hafa keyrt landið inn í uppsveiflu á árunum fyrir hrun. Þá segir hann, að á sama tíma og efnahagslífið hafi farið á hliðina þá standi eigendur útgerðarfyrirtækja enn í lappirnar.

Greinarhöfundur segir að nú þegar útgerðum landsins gangi vel þá horfi þeir sem standi utan við geirans á þá með öfundaraugum. Breytingu á kvótakerfinu megi m.ö.o. líta á sem stéttabaráttu þar sem gæðum landsins eigi að dreifa á fleiri hendur. Greinina endar hann á þeim orðum, að með því að breytingar á kvótakerfinu, sem hafi í raun bjargað sjávarútveginum á sínum tíma, geti komið landinu illa. Í raun megi líta á það sem efnahagslegt sjálfsmorð.

Greinin í Wall Street Journal