*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 13. desember 2016 18:00

Líkir Trump við Kennedy

Bill Gates virðist bjartýnn á að Trump muni ná að sameina bandarísku þjóðina.

Ritstjórn

Bill Gates, virðist bjartsýnn á Trump muni geta sameinað þjóðina ef dæma má ummæli hans í Squawk Box sjónvarpsþættinum sem sýndur er á CNBC. Í þættinum líkti Gates tilvonandi forsetanum við Kennedy, en samkvæmt honum eiga þeir það sameiginlegt að búa yfir ákveðnum sannfæringarmætti.

Kennedy náði á sínum tíma að sannfæra Bandaríkjamenn um ágæti geimferða. Gates telur að Trump muni ná að sannfæra þjóðina um það að nýsköpun sé eina leiðin fram á við og að skapa þurfi einfaldara lagaumhverfi til þess að takast á við ýmis brýn vandamál.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gates talar opinberlega um Trump, en þeir áttu nýlega samtal í gegnum síma. Milljarðamæringarnir eiga báðir sameiginlega vini. Gates vonar þó að Trump vari ekki í viðskiptastríð við Kína, en hann telur að það gæti endað með ósköpum.