Líklegt er að skilanefndir Landsbanka og Glitnis fái samanlagt um 1 milljarð punda fyrir 77% hlut sinn í matvörukeðjunni Iceland. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í tímaritið International Supermarket News sem rétt hefur við sérfræðinga.

Þessi tala er mun lægri en þær upphæðir sem nefndar hafa verið en í vor var talað um að allt að 2 milljarðar punda fengjust fyrir hlutinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í efnahagsmálum og blikur eru á lofti í breska hagkerfinu sem veldur því að greiðsluvilji fyrir hlutinn hefur dregist mikið saman.