Þriðjungshlutur Kjalar, félags Ólafs Ólafssonar, í HB Granda er veðsettur Arion banka og eru meiri líkur en minni á því að bankinn leysi hlutinn til sín.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru þegar fyrir hendi áhugasamir kaupendur að hlutnum enda HB Grandi stöndugt fyrirtæki með góðar rekstrarhorfur, ekki síst núna í ljósi veikrar stöðu krónunnar, en tekjur HB Granda eru nær alfarið í erlendri mynt.

Ekki er þó líklegt að Arion banki gangi að hlutnum fyrr en leyst hefur verið úr stöðu Kjalars. Þar er helst að nefna ágreining félagsins við skilanefnd Kaupþings vegna gjaldmiðlaskiptasamnings sem félagið gerði við bankann snemma árs 2008.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .