Talið er líklegt að Marel í Garðabæ muni innan skamms gera tilboð í hluta af hollensku fyrirtækjasamsteypunni Stork. Félagið er náinn samstarfsaðili Marels og Marel á þar fyrir hlut í gegnum félagið LME ehf., sem aftur er í eigu Landsbankans 40%, Eyris Invest 40% og Marels sem á 20% hlut.

Hlutur LME í móðurfélagi Stork er 8%. Kaup á þessum hlut voru talinn mikilvæg til að tryggja stöðu Marels í mikilvægu samstarfi gagnvart Stork ef til kæmi að fyrirtækið yrði selt.

Líkurnar á að Marel geri tilboð í Stork eða hluta keðjunnar til að tryggja sína hagsmuni jukust verulega þegar fulltrúar hluthafanna Centaurus Capital Ltd. og Paulson % Co. Inc. rituðu stjórn félagsins bréf þann 7. september síðastliðinn. Þar fór þeir fram á að kallaður yrði saman sérstakur alsherjarfundur hluthafa þann 12. október næstkomandi. Þar á að leggja fram kröfu um að stjórn og yfirmenn Stork einbeiti sér að Stork Aerospace sem er ein af fjórum rekstrareiningum félagsins en selji hinar þrjár, þ.e. Stork Prints, Stork Food Systems og Stork Technical Service. Vilji þessara hluthafa er að Stork Aerospace verði gert að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Deildirnar sem þessir aðilar vilja selja frá Stork eru einmitt þær deildir sem gagnast Marel best.

Nánar er fjallað um hugsanleg kaup Marels í Viðskiptablaðinu í dag.