Sérfræðingar gera ráð fyrir að Seðlabanki Bandaríkjanna muni tilkynna um 25 punkta lækkun stýrivaxta um kvöldmatarleitið að íslenskum tíma.

Lækkun stýrivaxtanna, ef af henni verður, er sú þriðja frá árinu 2007 og að þessu sinni er talið að þeir lækki úr 4,5% í 4,25%, samkvæmt því sem segir á vef BBC.