*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 17. febrúar 2012 09:15

Líklegt að hluthöfum Olís fjölgi frekar

Samkeppniseftirlitið skoðar aðkomu Samherja og Fisk Seafood í hluthafahóp Olís. Stefnt er að því að fleiri bætist í hluthafahópinn.

Ritstjórn

Samkomulag Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, eigenda Olís, við Landsbankann, sem felur m.a. í sér að þeir afli félaginu viðbótar hlutafjár og um aðkomu nýrra hluthafa í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, er í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir jól að Samherji hf. og Fisk Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, myndu bætast í hluthafahópinn ásamt því sem þeir Einar og Gísli Baldur leggi félaginu til fjármagn.

Gert mun ráð fyrir að þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verði fleiri fjárfestum seldir hlutir í olíuversluninni. Hvorki mun ljóst nú hversu mikið fjármagn hluthafar leggja til Olís né hvernig endanlegur hluthafahópur verður samansettur.

 Einar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is